Kveikjum neistann virkar
Einar Gunnarsson og Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjórar Grunnskóla Vestmannaeyja.

Einar Gunnarsson, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja skrifar pistil um reynslu sína af Kveikjum neistann verkefninu.

Eftir 23 ár í skólastarfi, bæði sem kennari og skólastjórnandi, hef ég séð mörg verkefni koma og fara í íslensku skólakerfi. Kveikjum neistann kom inn í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir fimm árum þegar ég var aðstoðarskólastjóri og get ég fullyrt að það er áhrifaríkasta verkefni sem hefur komið inn á borð mitt á mínum starfsferli.

Í verkefninu hafa verið þróuð mælitæki sem segja til um grunnfærni nemenda í lestri og stærðfræði og framundan verða fleiri mælitæki þróuð. Með góðum og einföldum mælitækjum fá kennarar, foreldrar, nemendur og skólastjórnendur skýra mynd af stöðu hvers nemanda og geta brugðist við á faglegan og samstilltann hátt. Á þann hátt getum við styrkt nemendur okkar og eflt í grunnfærni en áskoranirnar eru raunverulegar miðað við árangur íslenskra nemenda á PISA prófunum undanfarin ár.

Það sem hefur einnig komið í ljós er að líðan nemenda mælist mjög góð í samanburði við aðra hópa. Við erum sömuleiðis að vinna markvisst með hugarfar nemenda og byggt upp færni hjá þeim til að sýna m.a þrautseigju og hafa trú á eigin getu, slík færni er heldur betur mikilvæg í nútímasamfélagi.

Ég hlakka mjög til að halda áfram að þróa hugmyndafræði Kveikjum neistann með því frábæra starfsfólki sem við í Grunnskóla Vestmannaeyja erum svo heppin að hafa.

Bestu kveðjur, Einar Gunnarsson 

Skólastjóri GRV-Barnaskóli

 

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.