Kvenfélagið Líkn veitir Hraunbúðum rausnarlega gjöf

Kvenfélagið Líkn afhenti í dag stjórnendum Hraunbúða gjafabréf til kaupa á nýrri loftdýnu fyrir heimilisfólk. Gjöfin stuðlar að auknum þægindum og vellíðan þeirra sem þurfa að nota hana. Loftdýnur eru sérhannaðar til að draga úr álagi á húðina og koma í veg fyrir myndun legusára. Kvenfélagið Líkn hefur um árabil verið öflugur bakhjarl samfélagsins í Vestmannaeyjum og lagt sitt af mörkum til velferðarmála með ýmsum hætti. Félagið hefur staðið fyrir fjölmörgum styrkveitingum og gjöfum til stofnana og einstaklinga í bænum og er þessi gjöf enn eitt dæmið um þann hlýhug og samhug sem einkennt hefur starfsemi þess í gegnum árin.

Stjórnendur Hraunbúða tóku við gjöfinni með miklu þakklæti.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.