Drífandi stéttarfélag fagnaði 1. maí í Akóges þar sem þess var sérstaklega minnst að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Vel var mætt og margt í boði, bæði í orði og tónum auk veglegra veitinga. Guðný Björk Ármannsdóttir, brottflutt Eyjakona flutti ávarp dagsins þar sem 50 ára afmæli Kvennafrídagsins var meginþemað.
Tekið var á móti börnum á öllum aldri með andlitsmálningu og blöðrum. Allir fengu Hölluklút um hálsinn og kaffi vöfflur og fleira góðgæti var á boðstólum. Konur úr Kvennakór Vestmannaeyja fluttu nokkur lög og við tók tónlistarveisla frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja sem sá að vanda um tónlistarflutninginn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst