Landaður afli á fiskmarkaði aldrei meiri en árið 2009
5. febrúar, 2010
Umræða um lítið framboð á fiski á fiskmörkuðum hefur verið talsverð í vetur og hái fyrirtækjum sem eru í fiskvinnslu en ekki jafnframt í útgerð. Á heimasíðu Fiskmarkaðs Íslands er birtur samanburður yfir landaðan afla á fiskamarkaði til nokkurra ára. Þar má sjá að á árinu 2009 hefur sennilega aldrei áður verið landað jafn miklum afla á fiskamarkaði og þá.