Landsliðið og Pessuliðið léku sinn árlega leik á TM mótinu í ár. Leikurinn fór fram á Þórsvelli í frábæru veðri. Það var Landsliðið sem byrjaði leikinn betur og komust í 3-0 en Pressuliðið náði að jafna leikinn í seinni hálfleik og leikurinn endaði 3-3. Kolfinna Lind Tryggvadóttir og Arna Hlín Unnarsdóttir leikmenn ÍBV voru báðar valdar í Landslið mótsins og náðu báðar að setja sitthvort markið í leiknum og stóðu sig frábærlega. Það verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu stelpum í framtíðinni. Þær svöruðu nokkrum spurningum um mótið og fleira.
Nafn? Kolfinna Lind Tryggvadóttir.
Aldur? 11. ára.
Fjölskylduhagir? Mamma mín heitir Kristjana Dögg Baldursdóttir og pabbi minn heitir Tryggvi Þór Gylfason og svo á ég litla systir sem heitir Aþena Rut.
Hvernig var að spila fyrir Landsliðið á móti Pressuliðinu? Það var mjög gaman en fyrst pínu stressandi.
Hvernig gekk á mótinu? Það gekk vel á mótinu.
Hvert er stefnan tekin í fótboltanum? Ég ætla að reyna að komast í landsliðið.
Uppáhalds knattspyrnumaður/kona? Í landsliðinu er það Sveindís Jane en útlöndum er það Messi .
Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV.
Nafn? Arna Hlín.
Aldur? 11 að verða 12. ára.
Fjölskylduhagir? Pabbi er Unnar Hólm og mamma min heitir Helga svo á ég tvær systur Erla Hrönn og Birna María.
Hvernig var að spila fyrir Landsliðið á móti Pressuliðinu? Mjög gaman en svolítið stressandi.
Hvernig gekk á mótinu? Vel.
Hvert er stefnan tekin í fótboltanum? Spila með ÍBV í meistaraflokki og landsliðinu.
Uppáhalds knattspyrnumaður/kona? Karolína Lea.
Eitthvað að lokum? Aldrei gefast upp.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst