Áætlun Herjólfs á laugardögum verður breytt í næstu viku. Þannig verður laugardagsferð skipsins á morgun, laugardaginn 16. janúar óbreytt, þ.e.a.s. skipið siglir frá Vestmannaeyjumm 8:15 og frá Þorlákshöfn 12:00. Rekstraraðilum Herjólfs þótti fyrirvarinn á breytingunum of skammur enda höfðu farþegar pantað far samkvæmt áðurnefndri áætlun.