Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráð. Boðið er upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2005 -2007. Fjöldi vinnudaga og vinnutíma í viku er sá sami og verið hefur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Sótt er um rafrænt. Lagt er til að laun fyrir sumarið 2021 hækki um 7,1% á milli ára. Tímakaup fyrir 8. bekk; 739 kr, 9. bekk; 862 kr og 10. bekk; 1042 kr.
Ráðið leggur til að laun í Vinnuskólanum verði endurskoðuð í framtíðinni og tengd sem hlutfall tímavinnukaups í dagvinnu í launatöflu stéttarfélags. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að tillögu að launum við gerð fjárhagsáætlunar 2022. Ráðið staðfestir laun, sem og vinnutíma og vinnutímabil fyrir sumarið 2021. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.