Laxey: 6 milljarðar í nýtt hlutafé
laxey_vidlagafjara_0424_ads_DJI_0131
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Ljósmynd/aðsend.

Laxey hefur lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hlutafjáraukningu og lauk þar með fjármögnun á 4.500 tonna framleiðslu á laxi á landi, sem mun einnig innihalda seiðastöð og framleiðslu á stórseiðum. Með lokun þessarar fjármögnunarlotu hefur LAXEY alls safnað meira en 12 milljörðum króna í hlutafé.

Blue Future Holding, sem er hluti af þýsku fjölskyldusamsteypunni EW Group, er leiðandi fjárfestir í útboðinu, en meðal annarra fjárfesta má nefna Nutreco, sem er stærsti framleiðandi á fiskifóðri í heimi, Seaborn, leiðandi söluaðila á laxi, Kjartan Ólafsson og öflugt hollenskt sjávarútvegsfyrirtæki. Auk þeirra tóku þátt fjöldi öflugra fjárfesta, og má þar á meðal nefna Almenni lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Snæból. Hlutafjáraukningin kemur nánast eingöngu frá nýjum hluthöfum en um 25 nýir fjárfestar komu inn í félagið. Fulltrúi frá Blue Future Holding mun taka sæti í stjórn LAXEY og er Kjartan Ólafsson einnig tilnefndur í stjórnina.

Framkvæmdir á áætlun, viðskiptaáætlun gerir ráð fyrir sölu á stórseiðum og eldi á matfiski

Uppbygging verkefnisins er í fullum gangi og seiðastöðin er þegar komin í rekstur. Nú þegar hafa tveir hópar hrogna verið teknir inn í stöðina sem vaxa í samræmi við áætlanir. Seiðastöðin getur framleitt 4 milljónir seiða árlega og verður fullbúin haustið 2024. Framkvæmdir eru á áætlun fyrir áframeldið, sem mun nýta hagstæðar náttúrulegar aðstæður í Vestmannaeyjum. Þar sem LAXEY verður með umtalsverða umframframleiðslu á seiðum á fyrstu árum starfseminnar hefur félagið tekið þá ákvörðun að nýta sjótankana í áframeldinu fyrir framleiðslu stórseiða til sölu, samhliða framleiðslu á laxi til manneldis. Sala á stórseiðum til hefðbundins eldisiðnaðar mun draga úr lúsavandamálum með því að stytta eldistímann í sjó.

Sterkur stuðningur, sterkir fjárfestar

Hingað til hefur LAXEY aðallega verið fjármagnað af fjölskyldu Sigurjóns Óskarssonar og með innkomu hinna öflugu fjárfesta, sem innihalda m.a. leiðandi fyrirtæki í alþjóðlegum laxeldisiðnaði, skapast mjög sterkur grundvöllur fyrir frekari vexti LAXEY. Sérþekking hluthafahópsins mun nýtast sérstaklega vel í uppbyggingunni.

Verkefnið mun skapa umtalsverð atvinnutækifæri og uppbyggingu í Vestmannaeyjum, samfélagi sem hefur sterka sjávarútvegssögu.

„Við erum himinlifandi með þann stuðning sem LAXEY hefur frá upphafi haft frá núverandi fjárfestum okkar, og nú hinn mikla áhuga sem við fengum frá nýjum fjárfestum. Það er til vitnis um að stefna okkar um að byggja sjálfbært og fjárhagslega hagkvæmt laxeldi í Vestmannaeyjum fellur vel að markmiðum fjárfesta.“ sagði Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður LAXEY. „Þessi hlutafjáraukning og áframhaldandi þróun verkefnisins undirstrikar skuldbindingu okkar til sjálfbærs fiskeldis, uppbyggingu á nýjum iðnaði í Vestmannaeyjum og eflingu laxeldisiðnaðar á Íslandi.“

Norski fjárfestingabankinn Arctic Securities var umsjónaraðili hlutafjárútboðsins, en Mar Advisors voru fjármálaráðgjafar fyrir LAXEY, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.