Laxey á meðal gesta á Seafood Expo í Barcelona
Á myndinni má sjá hluta af hópnum: Sunna Daðadóttir, Bragi Magnússon, Sævald Gylfason, Sigurður Georg Óskarsson, Hallgrímur Steinsson, Daði Pálsson, Marta Rojo, Sigurjón Viðarsson og Óliver Daðason.

Eins og greint var frá á dögunum fór hópur frá Vinnslustöðinni á Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem fór fram dagana 6.- 8. maí. Sýningin er haldin árlega og hefur Vinnslustöðin vanalega verið með bás á sýnungunni síðastliðin ár.

Með þeim á svæðinu í ár var einnig hópur frá Laxey, þó án eigin báss, en sýningar sem þessar eru ekki síður mikilvægar fyrir gesti sem básaeigendur. Þarna skapast vettvangur fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, þar sem fólk úr öllum áttum í bransanum kemur saman til að kynna sér það nýjasta.

,,Fyrir okkur hjá Laxey var þetta frábært tækifæri til að hitta samstarfsaðila, fylgjast með nýjungum og styrkja tengslin við fólk og fyrirtæki.“ segir í tilkynningu frá þeim.

Einnig voru á svæðinu fyrirtæki á borð við Icelandic Pelagic, Arnarlax, Wisefish, Samherja og Ice Fresh Food.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.