Hátíðarhöld gosloka héldu áfram í Vestmannaeyjabæ í dag og stóð fjöldinn allur af fjölbreyttum viðburðum gestum til boða.
Halldór B. Halldórsson fer með okkur um bæinn í myndbandi hér að neðan. Þar má meðal annars fylgjast með börnunum sem gáfu vegg við Tangagötu nýtt líf undir stjórn Gunna Júl, hinum ýmsu sýningum, og Sunnu spákonu spá í kortin í Eymundsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst