Líkn gefur tæki fyrir eina og hálfa milljón
Líknarkonur og starfsfólk HSU við afhendinguna

Eins og svo oft áður komu Líknarkonur færandi hendi á HSU í Vestmannaeyjum í gær og að venju fengu þær hlýjar móttökur. María Sigurjörnsdóttir, formaður Líknar fór fyrir hópnum.

Að þessu sinni gáfu konunar, baðstóll, loftdýnur og lífsmarkamælir. „Alls er verðmæti þessara gjafa um ein milljón krónur. Einnig er á leiðinni heyrnarmælingatæki sem verður afhent á næstu dögum að verðmæti 500 þúsund krónur,“ sagði María.

Undanfarið hefur farið fram fyrirtækjasöfnun og einnig merkjasala á vegum félagsins. „Kunnum við þeim sem hafa styrkt okkur bestu þakkir fyrir,“ sagði María einnig.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.