Lions - Tímamót á 50 ára afmæli

Fjórða útgáfa Tímamóta er nú komin út í tilefni stórafmælis Lionsklúbbs Vestmannaeyja. Blaðið er helgað starfsemi  og sögu Lionsklúbbsins í fimmtíu ár.   Vonandi verður lesandinn fróðari um Lions og Lionshreyfinguna og  hverju hún hefur náð að áorka á þessum árum.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur þrisvar sinnum áður gefið út blöð undir nafninu Tímamót. Þau voru gefin út 1987, 1994 og 1999 og tileinkuð málefnum aldraðra.   Bæjarfulltrúar voru fengnir til að rita greinar í blöðin en einnig læknar, forstöðumenn og starfsfólk Hraunbúða.  Heimilisfólk á Hraunbúðum var tekið tali og tómstundir eldri borgara í Eyjum kannaðar. Það kom á óvart hversu margir voru að föndra, sauma, smíða,  mála, tálga og margt fleira.

Afmælisblaðið er 96 síður og fjölbreytt að efni þar sem áherslan er á starf Lionsklúbbs Vestmannaeyja í hálfa öld. Er það fjölbreyttara og umfangsmeira en flesta grunar. Stærsta verkefnið var þegar Alþjóða Lionshreyfingin lagði til allan búnað á Sjúkrahúsinu eftir gosið 1973. Var það metið að verðmæti 20 til 25 einbýlishúsa. Það má líka þakka Lions að hér er starfrækt fullbúin augnskoðunarstöð.

Lionsmenn hafa lokið að  bera út blaðið í hvert hús. Ef einhverjir hafa ekki fengið blaðið inn til sín eða vantar fleiri eintök er hægt að hafa samband við Sigmar í síma 864 0520 eða Ingimar í síma  897 7549.

Í ritnefnd eru Guðni Einarsson, Ómar Garðarsson og Sigmar Georgsson.

Forsíðumynd – Guðmundur Sigfússon

 Tekin í netaróðri á Kap II VE í fjáröflunarskyni fyrir Lionsklúbb Vestmannaeyja. Í brúarglugga Einar Ólafsson skipstjóri og Ágúst Guðmundsson vélstjóri. Á dekki f.v. Birgir Indriðason, Gísli Þorsteinsson, framan við Gísla er Sævar Ísfeld, Þórður Rafn Sigurðsson, Adólf Sigurjónsson, Ingólfur Þórarinsson, Helgi Guðnason og Bernharð Ingimundarson. Uppi á lestarlúgu  f.v. Guðjón Stefánsson, Össur Kristinsson og  Ólafur Guðnason.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.