Listamaður með malbikseitrun
Ásmundur Friðriksson

Eftir Ásmund Friðriksson.

Jón Óskar Hafsteinsson listamaður fór mikinn í færslu á fésbókarsíðu sinni og sakar mig um að fara gegn „veikburða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.“ En það komst í fréttirnar að ég ætlaði að láta gamlan draum um persónulega leiðsöguþjónustu rætast á komandi sumri.  Jón Óskar opnaði leið fyrir skítkast í minn garð, viðbjóðslegar ávirðingar sem segja meira um þá sem slíkt láta frá sér fara en mig.

Ég má  þola óbilgjarnra og oft svívirðilega gagnrýni fyrir það sem aðrir þingmenn taka sér fyrir hendur án þess að nokkrum manni detti í hug að gera við það athugasemdir.

Fjöldi þingmanna hefur á þeim 10 árum sem ég hef setið á þingi sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku. Stundað kennslu, lögfræðistörf, sinnt fyrra starfi að hluta, rekið fyrirtæki, sinnt lausa verkefnum og stundað landbúnað og nám. Nýlega var heilsíðuviðtal við bónda sem einnig er þingmaður, þar sem hann var að sinna sauðburði á þingtíma. Ég kannast ekki við að bóndinn eða það fólk hafi verið ásakað um siðleysi.

Í viðtali við Heimildina 5. mars 2022- segir, Ró­bert Mars­hall, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og leið­sögu­mað­ur, „að það að vera í nátt­úr­unni veiti sér ham­ingju og lífs­fyll­ingu. Hann seg­ir úti­vist hafa ver­ið mót­vægi við starf þing­manns­ins og hann upp­lifi enn þá til­finn­ingu að verða bergnum­inn í nátt­úr­unn.“ Á meðan Róbert var á þingi, árin 2009 til 2016, og eins þegar hann var upplýsingafulltrúi, sinnti hann leiðsögumennskunni í hjáverkum.

En það þykir ekki tiltökumál að saka mig um siðleysi ætli ég mér að ferðast með 1 – 4 einstaklinga í ferð til Vestmannaeyja og segja þeim frá Eyjum og sögu þeirra. Það var ekki siðleysi þegar ég fór á sjó eða stundaði ýmis samfélagsleg verkefni, það er kannski ekki nógu fínt fyrir þá sem illa eru haldnir af malbikseitrun þéttbýlisins.

Ég er ekki að taka neitt frá neinum og finn fyrir miklum stuðning frá Eyjamönnum. Veit ekki til þess að fyrirtæki í Eyjum eða Eyjamenn ætli að vera með einstaklingsmiðaða ferðaþjónustu á þeim vettvangi sem ég ætla að hasla mér völl á. Ég mun ekki koma til Eyja og taka eitthvað frá þeim sem þar vinna í ferðaþjónustu. Ég mun færa þeim ferðmenn sem eyða þar fjármunum í upplifanir, mat og minjagripi. Hvaða siðleysi er í því?  Ég hafði líka haft áhuga á því að heimsækja listamenn sem þar búa og starfa. Eru margir að sinna því, eða er það siðlaust? Er þetta árásir á veikburða ferðaþjónustu eins og Jón Óskar kýs að kalla þessa blómlegu atvinnugrein í Eyjum.

Framsetning starfsmanns á visir.is við fésbókarfærslu Jóns Óskars er eingöngu til þess að draga persónu mína niður í svaðið. Sameiginlegt markmið starfsmannsins og Jóns Óskars er sóðaskapur. Eða ætlar Kristinn Haukur Guðnason starfsmaður á visir.is að halda áfram að fjalla um störf eða áhugamál þingmanna í þeirra frítíma og draga fleiri í svaðið. Nú er komið fram að margir eru í sömu sporum og spurning hvort blaðamaðurinn hafi dug í sér til að fjalla um þessi mál af hlutleysi og jafnræði.

Það er orðin sjálfsagður hlutur af þeim sem flytja fréttir í samfélaginu að taka út einstaklinga og níða af þeim skóna án þess að þeir hafi brotið af sér. Glannalegar fyrirsagnir með sláandi ásökunum meiða allt venjulegt fólk. Það er kannski það versta, að til þess er leikurinn gerður.

 

Ásmundur Friðriksson

Höfundur er alþingismaður.

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.