LAXEY Jóladagatalsmoli – Fjórar vikur til stefnu
Eyjamaðurinn Jóhann Halldórsson, fjármálasérfræðingur og fjárfestir hefur undanfarna mánuði skrifað áhugaverða pistla á Fésbókarsíðu sinni um þróunina í Vestmannaeyjum sem hann kallar Litla Mónakó. Halldór hefur góðfúslega gefið Eyjafréttum leyfi til að birta pistlana og hér er sá nýjasti:
Stærsta jólagjöf Eyjamanna frá upphafi verður formlega opnuð í næsta mánuði þegar að landeldi í Viðlagafjöru fer formlega í gang. Opnum við því jóladagatalsglugga fjögur til að skyggnast inní framtíðina og áttum okkur á hvað koma skal! Til að sjá hversu risavaxið verkefninu hjá Laxey er raunverulega er ágætt að setja hlutina i ákveðið samhengi.
Laxey í tölum
Er 60 milljarða framkvæmd. Kostnaður við Landeyjahöfn var 3,3 milljarðar árið 2010 uppreiknað á verðlag ársins eru það um 5.85 milljarðar. Útflutningstekjur 30 milljarðar. Heildartekjur Vestmannaeyjabæjar voru árið 2022 8.8 milljarðar. þeir hafa safnað 13 milljörðum í hlutafé. Til að átta sig betur á þeirri tölu, þyrfti hver og einn Vestmannaeyjngur að leggja í púkkið litlar 2.700.000 kr.! Yfir 100 störf skapast hjá fyrirtækinu auk fjölda afleiddra starfa.
Áhugavert verður svo að velta fyrir sér afleiddri starfsemi sem þessi framkvæmd getur skilað. Getur orðið umtalsverð eins og reynslan hefur sýnt sig erlendis. Meira um þær pælingar síðar.
Í nýútkomnu blaði Eyjafrétta er fjallað ítarlega um Laxey. Það verður að hrósa þeim sem koma að útgáfunni sem hefur tekið miklum breytingum nýlega og er þessi samantekt gott dæmi um það, Ómar Garðarsson, Tryggvi Már Sæmundsson, Annika Vignisdóttir og Trausti Hjaltasson. Hvet ég alla til að sækja sér eintak og smella sér í áskrift, https://eyjafrettir.is/askrift-3/
Þá verður einnig að hrósa almennri upplýsingagjöf hjá Laxey á framvindu verkefnisins sem er alveg til fyrirmyndar og fer þar fremstur í flokki Óskar Jósúason
Óútfylltur tékki í gleðibankanum
Arion banki og Laxey undirrituðu svo samkomulag um fjármögnun í októbermánuði. https://www.laxey.is/arion-banki-og-laxey-undirrita…/
Fyrir þá sem það þekkja er þetta gríðarlega stórt og mikilvægt skref fyrir verðandi verðmætasköpun hjá Laxey og sýnir aukna trú á verkefninu. Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið frekar má benda á áhugavert viðtal við frumkvöðlana á bak við Laxey, Hallgrímur Steinsson og Daði Pálsson sem tekið var upp í sumar á hlaðvarpsþættinum Hringferðin hjá Stefán Einar Stefánsson og Gísli Freyr Valdórsson https://open.spotify.com/episode/2oMox1FR8xFt1EczkuUkNJ… Jólin koma snemma í ár – Laxey – Money.
Eyjamaður
Jóhann Halldórsson er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Hefur starfað sem fjármálasérfræðingur og fjárfestir sl 20 ár. Segist næstum vera blaðamaður eftir starfskynningu hjá Eyjafréttum, tólf ára og bar út Fréttir fyrstu árin sem blaðið byrjaði í áskrift.
Eiginkonan er Guðný Ólafsdóttir og eiga þau tvö börn, Bríeti Evu og Bóas Óla. Foreldrar hans eru Halldór heitinn Guðbjörnsson. Hann var skipstjóri á Frá VE 78, framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum, Félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli og Frímúrarareglunni á Íslandi. Móðir hans er Helga Símonardóttir.
Tengdaforeldrar eru Valgeir Ólafur Kolbeinsson og Sigfríður Konráðsdóttir og afi og amma, Símon Kristjánsson og Anna Tómasdóttir Túngötu 23.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst