Litla Mónakó - í heimsklassa!
Jóhann Halldórsson skrifar
default
Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson.

52.000 nýir Vestmannaeyingar og stærsta hótelkeðja í heimi 

Óhætt er að segja að nýja árið byrji með látum.

World  Class til Eyja

Í síðustu viku greindi Viðskiptablaðið frá því að World Class væri í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um að reka heilsurækt við sundlaugina í Vestmannaeyjum. Þetta eru aldeilis ánægjulegar fréttir og í raun miklu stærri fréttir en margir gera sér grein fyrir. En afhverju skildi það vera?

Fyrir þá sem hafa kynnt sér uppgang World Class síðustu árin og séð hvernig þeir hafa byggt upp sína heilsurækt í samstarfi við sundlaugar bæjarfélaga með miklum myndarbrag, hafa séð hversu mikil lyftistöng slík opnun hefur í för með sér, dæmi um þetta er opnun World Class í Breiðholti, Mosfellsbæ og svo mætti lengi telja.

Stóra breytan sem allir átta sig kannski ekki á, er sú að meðlimir World Class eru 52.000 talsins eða yfir 10 sinnum fleiri en íbúafjöldi Vestmannaeyja !!!

Óhætt er að fullyrða að með komu Vestmannaeyja inní leiðarkerfi World Class munu margir sjá enn frekar hag sinn í að koma til Eyja, ekki ósvipað og myndi gerast ef erlend hótelkeðja kæmi til Eyja.

Koma World Class má svolítið líkja við að Starbucks mætir á svæðið.  En þessir aðilar eru þekktir fyrir að velja svæði sem eru í örum vexti.

Jóhann Halldórsson

Þetta hljóta því að teljast mikil og jákvæð tíðindi og stimplar eyjarnar enn frekar inn sem eftirsótt markaðssvæði.

Marriot Hótel Vestmannaeyjar !

En talandi um erlenda hótelkeðju. Nýlegar fréttir eru svo ekki að skemma fyrir en fyrir stuttu var tilkynnt um að Hótel Selfoss hafi verið breytt í Mariott hótel sem er stærsta hótelkeðja í heimi. En hvað skiptir það Vestmanneyja máli, jú félagið JAE ehf sem keypti Hótel Selfoss 2022 keypti einmitt Hótel Vestmannaeyjar sama ár og í framhaldinu eignir Kaldalóns í Vestmannaeyjum.

Það skyldi þó ekki vera að Hótel Vestmannaeyjar verð innan skamms nýjasta Marriott hótelið?

Eða eins og kom fram hjá framkvæmdastjóra JAE ehf.:

„Þá segir hún einnig að það verði skoðað hvort fleiri hótel í eigu JAE ehf geti orðið Marriott hótel. JAE ehf á til dæmis Hótel Vestmannaeyjar.“

Það þarf ekkert velta því mikið fyrir sig hve mikil lyftistöng það yrði fyrir ferðaþjónustuna og bæjarfélagið í heild að fá stærstu hótelkeðju í heimi til Eyja.  Það eru svo sannarlega spennandi hlutir framundan.

Litla Mónakó – kannski bara!

 

Jóhann Halldórsson

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.