Loðnubrestur tvö ár í röð yrði þungt högg fyrir samfélagið

Bæjarráð Vestmannaeyja hittist á sérstökum aukafundi klukkan átta í morgun til þess að ræða stöðu og útlit loðnuveiða á árinu 2020. Samkvæmt fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru litlar líkur taldar á að Íslendingar muni veiða loðnu á árinu. Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar og stjórnvöld hafa ekki skipakostinn til þess, þar sem aðeins Árni Friðriksson er nú til umráða sem hafrannsóknarskip. Stjórnvöld hafa ekki reynt að semja við aðila um annast hluta loðnumælinga.

Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi

Bæjarráð Vestmannaeyja tekur undir með bæjarráði Fjarðabyggðar sem lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á Íslandsmiðum þar sem svo virðist að Hafrannsóknarstofnun muni einungis hafa eitt skip til að sinna því verkefni á þessu ári. Í ljósi þess hversu mikilvægur veiðistofn loðnan er í íslenskum sjávarútvegi þá er ástand þetta með öllu ólíðandi.

Bæjarráð Vestmannaeyja telur því í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi loðnuleit ljóst að bregðast þurfi hratt og örugglega við. Loðnan er einn okkar mikilvægasti nytjastofn og óvissu varðandi veiðar og nýtingu þarf að halda í lágmarki. Mikið liggur við fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar. Loðnubrestur tvö ár í röð yrði þungt högg fyrir samfélagið hér og þjóðarbúið í heild.

Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar og mælinga svo hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda. Bæjarráð óskar svara hvers vegna ráðherra tryggi ekki það fjármagn sem þarf til að fullnægjandi loðnuleit geti farið fram.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.