„Við viljum ítreka fyrir ökumönnum að vera ekki að fara af stað á illa útbúnum bifreiðum. Í dag voru helstu aðalgötur bæjarins ruddar. Nú er skafrenningur og skaflar byrjaðir að myndast sem erfitt er að komast í gegn um. Því eru flestar götur bæjarins illfærar fyrir fólksbifreiðar og lága jepplinga,“ segir í færslu sem lögreglan í Vestmannaeyjum setti inn á Fésbókarsíðu sína fyrir tveimur klukkustundum. Bendir hún fólki á að njóta kvöldsins heima fyrir og hrofa á kvikmyndina Þorpið í bakgarðinum á RÚV.
En það er víðar ófærð en í Eyjum og því var tekin sú ákvörðun í dag að flýta brottför Herjólfs vegna færðar á vegum og aksturskilyrða. „Biðjum við farþega okkar að fara varlega og gefa sér góðan tíma til aksturs,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.
Myndina tók Addi í London í dag og segir hún allt sem segja þarf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst