Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu í Þorlákshöfn í dag. Aflinn mun að mestu leyti fara til vinnslu hjá Vísi í Grindavík. Um er að ræða síðustu löndun skipanna fyrir jól. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við skipstjórana og spurði frétta um veiðiferðina.
Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, lét vel af sér og var sáttur við túrinn. „Við vorum að veiðum fyrir sunnan land. Það var byrjað á Ingólfshöfðanum og þar var ágætis veiði. Síðan var haldið á Víkina, en þar var lítið að hafa. Þá var siglt á Pétursey og þar fékkst ágætis afli í nótt. Aflinn er að mestu þorskur og dálítill ufsi með. Þorskurinn er stór og fallegur og mun örugglega henta vel til vinnslu,” sagði Jón.
Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, lét einnig vel af sér. „Við vorum að veiðum á Höfðanum og Vík og Pétursey. Það gekk ágætlega að veiða og við erum næstum með fullt skip. Það var í reynd fínasta veður á meðan á veiðunum stóð. Það er landað í Þorlákshöfn því fiskurinn þarf að komast til vinnslu í Grindavík hratt og örugglega,” sagði Egill Guðni. Ráðgert er að Bergey og Vestmannaey haldi til veiða á ný strax að lokinni jólahátíð og landi í Eyjum þann 30. eða 31. desember.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.