Lýsa yfir vonbrigðum með hlut hans í 12 ára samgönguáætlun

,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsa vonbrigðum með tillögu um fjármagn til uppbyggingar Suðurstrandarvegar í nýframkominni tillögu að 12 ára samgönguáætlun. Samkvæmt tillögunni er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki fyrr en á 3. tímabili áætlunarinnar eða á árunum 2015 -2018.

Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar af þessu tilefni:


Fyrirheit um lagningu Suðurstrandarvegar voru gefin í tengslum við kjördæmabreytinguna árið 1999 og jafnframt að fjárframlög til hans hefðu ekki áhrif á fjárveitingar til annarra samgönguframkvæmda í hinu nýja kjördæmi. Framkvæmdin var talin eðilegur þáttur í að gera kjördæmið að einni landfræðilegri heild


Ef samgönguáætlunin gengur eftir að þessu leyti þá er ljóst að framkvæmdir við veginn munu taka um 15 ár áður en hægt er að taka hann í notkun. Jafnframt er ljóst að að þeir kaflar hins nýja vegar sem smám saman munu verða tilbúnir munu hafa afar takmarkað notkunargildi fyrr en vegarlagningunni er að fullu lokið. Af þessu má ljóst vera að óeðlilega langur tími líður þar til að það fjármagn sem lagt verður í veginn fer að skila þeim samfélagslega arði sem því er ætlað og verður að átelja slíka meðferð opinberra fjármuna.

Lagning Suðurstrandarvegar er brýnt hagsmunamál fyrir Sunnlendinga og Suðurnesjamenn. Auk þess sem nefnt hefur verið í lið 1, er ljóst að lagning vegarins hefur mikla þýðingu í atvinnulegu tilliti, einkum fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveg sem hafa verulegan hag af hinum nýja vegi. �?á er vegarlagningin ennig mikilvæg öryggisaðgerð. Reykjanesskaginn, þ.m.t. höfuðborgarsvæðið er eldvirkt svæði og því mikilvægt að vera ekki háð einni eða fáum samgönguleiðum.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum leggja því þunga áherslu á að lagningu Suðurstrandarvegar verði hraðað og henni lokið á næstu 4 árum án þess að það hafi áhrif á aðrar samgönguframkvæmdir í kjördæminu�?.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.