Magnús Stefánsson tekur við karlaliðinu

Magnús Stefánsson tekur við sem aðalþjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta í sumar. Magnús hefur verið Erlingi til halds og traust í vetur en Erlingur ætlar að láta staðar numið við þjálfun liðsins eftir yfirstandandi tímabil. Yfrlýsingu ÍBV má lesa hér að neðan.

Handknattleiksdeild ÍBV hefur ráðið Magnús Stefánsson í starf aðalþjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Magnús, sem nú sinnir starfi aðstoðarþjálfara liðsins, tekur við starfinu eftir yfirstandandi tímabil.

Magnús lék á sínum ferli með KA, síðar Akureyri og gekk svo til liðs við Fram þar sem hann lék í nokkur ár.

Árið 2011 fluttu þau hjúin, Magnús og Ester Óskarsdóttir svo til Eyja og skrifaði Magnús undir samning hjá Bandalaginu.

Á ferli sínum sem leikmaður hjá ÍBV vann Maggi 8 titla, en það voru 1.deildar titilinn 2013, Íslandsmeistaratitill 2014, bikarmeistara titill 2015, þrennan 2018, meistarar meistaranna 2019 og svo loks bikarmeistaratitill vorið 2020.

Magnús hefur starfað við þjálfun frá árinu 2009, þegar hann hóf að þjálfa yngri flokka hjá Fram. Eftir komuna til Eyja 2011 hefur hann komið að þjálfun hinn ýmsu flokka, jafnt karla og kvenna en nú síðustu ár þjálfað 3.flokk karla, verið í U-liðs þjálfarateymi og er í dag aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Mikil ánægja er hjá félaginu með ráðningu Magnúsar í starfið og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs í þessu nýja verkefni.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.