„Hann kom til landsins á fimmtudaginn og tók létta æfingu með okkur í dag. Mér sýnist hann vera nokkuð heill og virkar í þrusu standi. Það væri gaman ef hann væri „fully fit” og þá erum við að fá í honum gæðaleikmann inn í vörnina,” sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net í dag.
Wilson er 34 ára gamall og á feril að baki með Portsmouth, Stoke, Bournemouth, WBA, Sunderland og Bolton. Hann hefur á ferlinum leikið bæði sem varnar- og miðjumaður. Á sínum tíma lék Wilson 25 landsleiki fyrir Írland. Á síðasta tímabili lék Marc tíu leikir með Þrótti Vogum í 2. deild.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst