Matís auglýsir eftir starfsfólki í Vestmannaeyjum og á Akureyri
Setrid
Fundað verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2.

Matís ohf. leitar að tveimur sérfræðingum til starfa, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Vestmannaeyjum. Starfið felur að mestu í sér vinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni á starfssviði Matís.

Þessar ráðningar eru í samræmi við stefnu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um eflingu starfsemi á landsbyggðinni. Um fullt starf er að ræða.

Starfssvið:

  • Efla samstarf Matís við atvinnulíf á sviði tækni og nýsköpunar.
  • Afla verkefna á sviði Matís í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.
  • Setja upp og stýra rannsóknarverkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsreynsla og þekking á sjávarútvegi og/eða matvælaframleiðslu.
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi – framhaldsmenntun er kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar n.k.

Frekari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá Matís í síma 422 5000 eða tölvupósti jonas@matis.is

Sækja um starf á ráðningarsíðu Capacent

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.