Meistaraefnin í Stjörnunni frá Garðabæ geta prísað sig sæla með að hafa unnið ÍBV í 15. umferð Pepsídeildar kvenna en liðin áttust við í blíðunni á Hásteinsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 1:2 Stjörnunni í vil en Eyjastúlkur geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin fyrir slæma nýtingu á mörgum dauðafærum. Staðan í hálfleik var 0:2 Stjörnunni í vil.