Eyjamenn unnu magnaðan 3-2 endurkomusigur á Blikum á Kópavogsvelli í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir sneru Eyjamenn leiknum sér í hag með þremur mörkum á tíu mínútum.
Blikar náðu tveggja marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks eftir að hafa skorað mark sitt hvoru megin við hálfleikinn, það fyrra eftir glæsilega rispu frá Gísla Eyjólfssyni.
�?að tók Eyjamenn hinsvegar aðeins sjö mínútur að jafna metin en þar voru að verki Hafsteinn Briem og Simon Smidt eftir góðar sendingar frá Aroni Bjarnasyni.
Eyjamenn fullkomnuðu endurkomuna með þriðja markinu stuttu síðar en þar var að verki Smidt eftir að hafa leikið á varnarmann Blika og skorað með föstu skoti í hornið.
Blikar reyndu að breyta til og bæta sóknarleikinn síðasta hálftímann en þrátt fyrir ágætis pressu gekk leikmönnum liðsins illa að skapa færi og náðu fyrir vikið ekki að jafna metin í tæka tíð. www.visir.is greindi frá, hægt er að lesa nánar um leikinn
hérna.