Á fimmta þúsund manns komu með skemmtiferðaskipum til Eyja um nýliðna helgi. Fram kemur á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar að rúmlega 600 farþegar hafi komið á laugardag og svo rúmlega 3500 í gær, sunnudag.
„Ekki er hægt annað en að hrósa starfsmönnum hafnarinnar, ferðaþjónustunnar, verslana og veitingahúsa eftir annasama helgi. Hjá okkur voru rúmlega 600 farþegar á laugardag og svo rúmlega 3500 á sunnudag og er óhætt að segja að aldrei áður hafi komið jafn margir farþegar til Vestmannaeyja með skemmtiferðaskipum og liðna helgi. Þetta hefði aldrei gengið eins og vel smurð vél nema með góðu samstarfi allra sem komu að þessu verkefni.
Fulltrúar ferðaþjónustunnar hafa heimsótt okkur á hafnarskrifstofuna í dag með ábendingar um það sem betur má fara. Við höfum strax komið einhverju af því í framkvæmd en mikilvægi þess að eiga gott samtal er gríðarlegt. Sunnudagurinn er næst stærsti dagurinn hjá okkur í sumar og nýtum við svona daga til að læra.“
segir í facebookfærslunni. Fréttir af skipakomunum frá um helgina má sjá hér að neðan.
https://eyjar.net/solrikur-sunnudagur-myndir/
https://eyjar.net/fjogur-farthegaskip-i-eyjum-i-dag/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst