Á fimmta þúsund manns komu með skemmtiferðaskipum til Eyja um nýliðna helgi. Fram kemur á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar að rúmlega 600 farþegar hafi komið á laugardag og svo rúmlega 3500 í gær, sunnudag.
„Ekki er hægt annað en að hrósa starfsmönnum hafnarinnar, ferðaþjónustunnar, verslana og veitingahúsa eftir annasama helgi. Hjá okkur voru rúmlega 600 farþegar á laugardag og svo rúmlega 3500 á sunnudag og er óhætt að segja að aldrei áður hafi komið jafn margir farþegar til Vestmannaeyja með skemmtiferðaskipum og liðna helgi. Þetta hefði aldrei gengið eins og vel smurð vél nema með góðu samstarfi allra sem komu að þessu verkefni.
Fulltrúar ferðaþjónustunnar hafa heimsótt okkur á hafnarskrifstofuna í dag með ábendingar um það sem betur má fara. Við höfum strax komið einhverju af því í framkvæmd en mikilvægi þess að eiga gott samtal er gríðarlegt. Sunnudagurinn er næst stærsti dagurinn hjá okkur í sumar og nýtum við svona daga til að læra.“
segir í facebookfærslunni. Fréttir af skipakomunum frá um helgina má sjá hér að neðan.
https://eyjar.net/solrikur-sunnudagur-myndir/
https://eyjar.net/fjogur-farthegaskip-i-eyjum-i-dag/





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.