„Mikil ánægja með breytingarnar"
DSC_5234
Fulltrúar Krabbavarnar ásamt Gyðu Arnórsdóttur, deildarstjóra á sjúkra- og göngudeild HSU. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Endurbætur á dagdeild lyfjagjafar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum eru nú á lokametrunum. Það er Krabbavörn Vestmannaeyja sem hefur veg og vanda af lagfæringum á stofunni, sem verður öll hin glæsilegasta. Frábært framtak hjá félaginu. Framkvæmdir hófust fyrir jól. Búið er að kaupa inn stóla, sjónvörp og dælur auk annars húsbúnaðar fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Verkið er unnið í samráði við stjórnendur HSU í Eyjum. Að sögn Gyðu Arnórsdóttur, deildarstjóra á sjúkra- og göngudeild HSU eru endurbæturnar að frumkvæði Krabbavarnar og engu til sparað.

„Vilji þeirra er að gera herbergið heimilislegt og þægilegt fyrir skjólstæðingana og gera starfsumhverfið betra fyrir starfsfólk. Þetta er svo sannarlega að heppnast vel og mikil ánægja með breytingarnar nú þegar. Starfsemi dagdeildarinnar er alltaf að aukast og hin ýmsu lyf blönduð og gefin fyrir stóran og mismunandi hóp skjólstæðinga sem nýtur og mun njóta þessara breytinga og þæginda. Fyrir hönd deildarinnar vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.” segir Gyða í samtali við Eyjar.net.

Myndir frá framkvæmdunum má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.