Mikilvægt að grípa alla sem við getum
23. janúar, 2024
asm_vill.jpg
Ásmundur Friðriksson, þingmaður ræðir hér við kollega sinn, Grindvíkinginn Vilhjálm Árnason. Eyjar.net/Tryggvi Már

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suður­kjör­dæm­is var á per­sónu­leg­um nót­um í ræðustól Alþing­is í gær þegar þing­menn ræddu stöðuna í Grinda­vík í fram­haldi af munn­legri skýrslu for­sæt­is­ráðherra um stöðu bæjarfélagsins. Grípum niður í ræðu Ásmundar.

„Hjarta mitt er fullt af djúpri samúð í garð Grindvíkinga. Æðruleysi þeirra er ótrúlegt í þeim hremmingum sem þeir eru að lenda í núna og það er afar mikilvægt fyrir okkur í þinginu að við tökum fast á málum og flýtum okkur eins hratt og hægt er. En ég veit að það er alveg sama hvað við munum hlaupa hratt í þinginu, þeim mun finnast spretturinn hægur. Þannig er það þegar maður býr við mikla örbirgð eða örvæntingu og reiði yfir stöðu sinni, þá er tíminn ótrúlega lengi að líða. En það er mikil reisn yfir þinginu í dag þegar við erum saman, hver einasti maður, að vinna að þessum málum fyrir hönd Grindvíkinga og ég tek undir það sem hér hefur verið sagt um að við mættum gera það oftar af því að þá liði okkur oftar betur en oft gerist hér á þessum stað.

Ég var 17 ára þegar ég stóð í þeim sporum sem margir Grindvíkingar hafa staðið í núna og horfði upp á húsin brenna, húsin fara undir hraun, hús foreldra minna, og hvernig heilsu móður minnar hrakaði ár frá ári, áratugum saman þangað til ekki varð neitt við ráðið. Þetta klingir í höfði mínu núna þegar þessi stund er runnin upp og Grindvíkingar eru að berjast við það sama: Við verðum að bjarga þeim sem berjast við sálarkreppu, sem missa hús sín og heimili, missa allt sitt öryggi. Öryggið er heimilið, jafnvel þótt maður þurfi að flýja heimilið um stundarsakir þá sækjum við öryggið þangað. Það er alveg ótrúlegt fyrir ungar konur að þurfa að yfirgefa heimili sitt með börn og buru og eiga kannski ekki afturkvæmt þangað. Það reynir á og það er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í þinginu að grípa alla sem við getum.

Þess vegna var það að við í velferðarnefnd óskuðum eftir því strax fyrir jólin að við hefðum forgöngu í þessu máli, værum á undan og óskuðum eftir samstarfi við félagsmálayfirvöld á Suðurnesjum og á Reykjanesi, við Rauða krossinn og þá sérfræðinga sem hafa verið að aðstoða Grindvíkinga, okkar besta fólk, um að koma á fund nefndarinnar og ræða þessi mál og fara yfir þau með okkur í nefndinni, þar sem líka er algjör samstaða í öllum þessum málum. Það er mjög gefandi fyrir okkur öll og ég þakka fyrir það hér á þessari stundu. Það er gott fyrir Grindvíkinga og okkur öll að vita að það ríkir algjör samstaða.

Ég er búinn að vera tíu ár í velferðarnefnd og ég hef aldrei átt erfiðari fund. Það er svo rosalegt að vera að fjalla um málefni dagsins í dag og sjá ekki fram úr þeim, hvað komi upp úr hattinum þegar verður búið að skoða stöðu fólksins. Það er svo mikilvægt að við grípum hvern einasta mann sem er að fyllast af myrkri í hjarta sínu. Það kostar kannski einhverja peninga en það kostar allan peninginn ef við náum ekki að grípa þá, þá fyrst fer það að kosta. Það mun kosta samfélagið, það mun kosta okkur öll, það kostar líf þessa fólks sem er svo mikilvægt, fólkið í Grindavík sem hefur fengið allt þetta hrós hér í dag og á það svo mikið skilið. Það á ekkert annað skilið frá okkur en að við hjálpum því fyrr. Ég þakka líka fyrir Stinningskalda sem mætir á hvern körfuboltaleik hjá Grindvíkingum og hvetur sitt lið til dáða. Það sýnir líka mikla reisn í samfélaginu sem gefst aldrei upp. Áfram Grindavík.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.