Á morgun leikur ÍBV annan heimaleik sinn í Pepsí deild karla þegar KR-ingar koma í heimsókn en gengi Eyjamanna í upphafi móts hefur ekki verið upp á marga fiska, þrír leikir, þrjú töp og ekkert mark skorað. Þessu ætla bæði leikmenn og stuðningsmenn ÍBV að snúa við en stuðningsmennirnir ætla að hita upp á Volcano Café. Eyjamenn ætla að fjölmenna á staðinn klukkan 12.00 og þramma svo fylktu liði á völlinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst