Bróðir minn, Vigfús Jónsson lést á Landspítalanum 22. ágúst 2025 eftir stutta sjúkrahúslegu. Vigfús var fæddur í Vestmannaeyjum 8. júlí 1934.Hann var nýorðinn 91 árs þegar hann lést. Vigfús var sonur Guðbjargar Sigurðardóttur og Jóns Vigfússonar frá Holti. Heimili okkar bræðra var á Helgafellsbraut 17. Eftir að Vigfús eignaðist fjölskyldu bjó hann á Höfðavegi 21.
Í Eyjum starfaði Vigfús sem rafvirki í Neista og í aukastarfi við að sýna bíómyndir í Samkomuhúsinu. Vigfús og fjölskylda fluttu stuttu fyrir gos til Hafnarfjarðar. Vigfús var alla tíð mikill Eyjamaður. Hann starfaði á árum áður í skátahreyfingunni Faxa og með Útlögum á höfuðborgarsvæðinu. Við vorum tveir bræðurnir og Vigfús var 11 árum eldri en ég. Hann reyndist mér vel og síðar okkur Ástu og fjölskyldu.
Þegar við ræddum saman var umræðuefnið oftast um gamla daga og málefni tengdum Eyjum. Vigfús fylgist vel með gengi ÍBV enda mikill stuðningsmaður.
Við Ásta vottun börnum Vigfúsar, Jóni, Nínu og Viggó samúð okkar.
Sigurður Jónsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst