Minningargrein: Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir

Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir, fædd 4.nóvember 1936 í Reykjavík. Foreldrar Aðalheiður Knudsen og Ólafur Þórðarson, mjólkurfræðingur. Maki, Guðjón Ólafsson, fæddur 1.nóvember 1935. Og tveir synir, Ólafur Týr, fæddur 1963, og Ósvaldur Freyr, fæddur 1964.

Hólmfríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, lést á Landsspítalanum að kvöldi miðvikudags 14.desember síðastliðinn. Við sem unnum með henni á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum söknum hennar, hún var yndislegur vinnufélagi, svo glaðleg alltaf, hafði svo góða og notalega nærveru og mjög söngelsk. Okkur öllum þótti svo innilega vænt um hana. Hólmfríður vann mestan sinn starfsferil á heilsugæslustöð sjúkrahús Vestmannaeyja. Þar var líka hlutverk hennar að hugsa um ungbarnaeftirlit út í bæ og var líka til aðstoðar í mörg ár þegar læknar og starfsfólk krabbameinsleitar komu hingað til eyja. Hólmfríður söng í áratugi í kirkjukór Landakirkju og átti þar mjög góð vináttusambönd við söngfélaga sína þar, eins og allstaðar þar sem hún var í virkri vinnu.

Ég held ég geti talað fyrir munn allra sem unnu með Hólmfríði að við erum mjög þakklátar fyrir yndislega vináttu hennar og smitandi glaðværð. Hún hvíli í friði,
Elísabet Arnoddsdóttir.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.