Næstkomandi laugardag, klukkan 21:00 verða haldnir tónleikar sem bera nafnið Hjartalag. Tónleikarnir eru minningartónleikar til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna en tónleikarnir eru haldnir til minningar um drenginn Ósvald Salberg Tórshamar, sem lést aðeins 10 mánaða gamall í júní 1999 vegna hjartagalla.