N1 opnar nýja verslun við Friðarhöfn

N1 opnaði með formlegum hætti nýja verslun sína við Friðarhöfn í gær, þriðjudag.

Verslunin er öll hin glæsilegasta og bíður upp á aukið vöruúrval frá því sem áður var í verslununum tveimur sem nú sameinast. Til að mynda í efnavöru, vinnufatnaði og rekstrarvöru ýmiskonar. Þá hefur úrval kaffidrykkja verið aukið til muna og hægt að grípa sér bakkelsi eða samloku með. Verslunarstjóri er Ágúst Halldórsson.

Unnendur kaffistofunnar í Skýlinu geta því tekið gleði sína, því á ný er hægt að tilla sér við sjávarsíðuna í gott spjall, með uppáhelling í bolla.

Óskar Pétur kíkti við og myndaði

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.