�??�?g hafði takmarkaðan áhuga á sjávarútvegi sem slíkum og vissi lítið um þá atvinnugrein. Á sjávarútvegssýningu í Brüssel árið 2012 var sem dregið væri frá tjald og við mér blöstu ótal áhugaverð mál til að fjalla um og fjöldi áhugasamra og upplýsandi viðmælenda. Fjölmiðlaumræðan hér snýst mest um deiluefni sem tengjast kvótakerfi í ýmsum litbrigðum eða hvort lögskylda eigi útgerðir til að setja afla á markað, að hluta eða jafnvel að öllu leyti. Við getum lýst helstu þrætuefnum og gerum það en aðalatriðið er að fara inn í sjávarútveginn, markaðsmál hans, markaðina, kaupendur og neytendur. Skyggnast um og lýsa því sem fyrir augu ber en sleppa dægurþrasinu.�??
Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri N4, hefur auðheyrilega brennandi áhuga á að draga tjaldið frá sviði sjávarútvegsins gagnvart öðrum landsmönnum á sama hátt og því var svipt frá fyrir hana sjálfa í Brussel forðum. Hún og liðsmenn hennar í N4 sjónvarpi, með höfuðstöðvar á Akureyri með ótrúlega mikið áhorf um land allt, hafa framleitt fjölda einstakra þátta og eina þáttaröð um sjávarútvegsmál og vakið verðskuldaða athygli fyrir framtakið.
Nú kastar N4 sjónvarp sér á ný út í djúpu laugina og boðar röð átta þátta undir heitinu Auðæfi hafsins, uppsjávariðnaður á mannamáli, sem tekin er upp hérlendis, í Færeyjum, Póllandi, Hvíta-Rússlandi og Kína. Hilda Jana er umsjónarmaður þáttanna og eru þeir unnir í samstarfi við sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri (HA) líkt og fyrri þáttaröðin.
Eyjafyrirtæki styðja framtakið
Eyjamaðurinn Hörður Sævaldsson, lektor við auðlindabraut HA, skrifaði handritið með Hildu Jönu og er faglegur ráðgjafi við sjónvarpsvinnuna. N4 sjónvarp leitaði eftir stuðningi sjávarútvegsfyrirtækja við verkefnið og þrjú fyrirtæki í Vestmannaeyjum brugðust jákvætt við kallinu: Vinnslustöðin, Ísfélagið og Huginn. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, segir að líta megi á stuðning fyrirtækisins sem viðurkenningu á dugnaði og áhuga aðstandenda nýju þáttaraðarinnar á að upplýsa landsmenn um sjávarútveginn. VSV leggi málinu lið án skuldbindingar að neinu leyti af hálfu N4.
�?ættirnir verða frumsýndir annað hvert sunnudagskvöld frá nýársdegi 2017 að telja og endursýndir að viku liðinni. Fyrsti þátturinn, kl. 19:30 að kvöldi 1. janúar, ber yfirskriftina Umhverfi og veiðistjórnun �?? hafið og sjálfbærni. Í þeim næsta verður fjallað um uppsjávarveiðar, kælingu og tækni, í þeim þriðja um fiskimjölsiðnaðinn og fóður fyrir fiskeldi og í þeim fjórða um tæknivædd fiskiðjuver.
Síðustu fjórir þættirnir fjalla um markaðsmál frá ýmsum hliðum, þar af eru tveir um Austur-Evrópu og Asíu.
Ferðalög ígildi hringferðar um hnöttinn
�??Við eltum einfaldlega vöruna í gegnum ferli veiða og vinnslu á Íslandi, kynnumst markaðsstarfinu, þeim sem kaupa og dreifa og hinum sem loka hringnum með því að borða fiskinn. Mér telst til að ég hafi ferðast sem svarar til hringferðar um hnöttinn í tengslum við þáttagerðina og það þurfti til svo við fengjum nægilega yfirsýn og heildarmynd annars vegar en mismunandi dæmi um markaði og markaðsmál hins vegar,�?? segir Hilda Jana.
�??Markmið þáttanna er að opna lokaðan heim og það má með sanni segja að okkur hafi verið vel tekið í Asíu. Við fengum yfirleitt að mynda og fjalla um framleiðslu fyrirtækja úr íslenskum afurðum sem ég ímyndaði fyrir fram að yrði erfitt eða útilokað að fá heimild til að skoða. Afrakstrinum ætlum við að deila með landsmönnum í þáttunum, sýna og segja söguna eins og hún ber fyrir augu.�??
�??Frá Vestmannaeyjum fer til að mynda fryst síld, loðna og makríll á erlenda markaði í 12 til 20 kg umbúðum, en hvað verður um þessar afurðir? Við leitumst við að svara þeirri spurningu í þáttunum. Gaman er að segja frá því að fyrirtæki sem við heimsóttum voru ánægð með afurðir frá Íslandi og tiltóku stjórnendur sérstaklega hvað Íslendingar hafa verið fljótir að ná tökum á vinnslu makríls, sem hófst ekki að ráði fyrr en eftir 2009,�?? segir Hörður Sævaldsson og bætir við:
�??Okkur var til að mynda bent á að við áframvinnslu á makríl í neytendaumbúðir er mikilvægt að fiskurinn sé nokkuð beinn þegar hann er frystur. �?að auðveldar næstu skref í vinnslunni. Blástursfrysting er því eiginlega nauðsynleg til að fá fiskinn beinan, segja má að Vinnslustöðin hafi þarna veðjað á réttan hest með með því að velja blástursfrystingu í nýju uppsjávarvinnsluna.
Aðkoma Háskólans á Akureyri er fagleg og hluti af umfangsmeira samstarfi okkar og N4. Myndmiðillinn er auðvitað mjög sterkur og áhrifamikill og við lítum til þess að nota afmörkuð myndskeið í rafrænt námsefni og til kennslu.�??
Eltingaleikur frá Íslandsmiðum til Kína
Hilda Jana og Hörður fóru meðal annars á sjávarútvegssýningu í Kína og hittu þar fyrir Sindra Viðarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, og Yohei Kitayama japanskan markaðsstjóra VSV í Asíu, búsettan í Hollandi. �?eir aðstoðuðu N4-teymið við að komast í samband við stórfyrirtæki á sviði sölu og dreifingar sjávarafurða og fylgdu íslensku sjávarfangi í áframvinnslu og alla leið á disk neytandans.
�?ar með lauk eltingaleiknum sem hófst með því að fiskur var dreginn úr hafdjúpi til Íslands og lagði upp í langferð um vinnslukerfi og álfur allt austur til Kína.