Náðu í stig sem skiptir máli
11. september, 2022

ÍBV og Fram skildu jöfn, 2:2, í 21. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta á Há­steinsvelli í dag. Þegar ein umferð er eftir í deildinni er ÍBV í ní­unda sæti með 20 stig. Guðmund­ur Magnús­son skoraði mörk Fram­ara en Alex Freyr Hilm­ars­son og Telmo Cast­an­heira skoruðu fyrir ÍBV. Leikurinn var fjörugur og átti ÍBV möguleika á að ná í stigin þrjú á lokasekúndunni en inn fór boltinn ekki.

Eyjamenn náðu með stiginu að tryggja sér eitt af þremur efstu sætunum í neðri hluta úrslitakeppninnar og fá þrjá heimaleiki á móti tveimur útileikjum. Baráttan um níunda sætið er við FH sem er í ellefta sæti með 19 stig.

ÍA og Leiknir eiga innbyrðisleik í síðustu umferðinni. FH mætir Stjörnunni í Garðabænum og ÍBV leikur gegn Breiðabliki á útvelli. Verðugt verkefni og þrjú stig úr þeim leik styrkir stöðu Eyjamanna í úrslitakeppninni.

 Mynd Sigfús Gunnar – Eyjamenn fagna marki.

Breiðablik 21 52:23 48
Víkingur R. 21 56:30 42
KA 21 44:26 40
Valur 21 38:31 32
KR 21 35:32 30
Stjarnan 21 38:41 28
Fram 21 40:43 25
Keflavík 21 31:36 25
ÍBV 21 33:41 20
FH 21 26:33 19
Leiknir R. 21 19:48 17
ÍA 21 23:51 15
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.