Keilir, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er starfrækt á Suðurnesjum þar sem boðið er upp á fjölbreytt námsframboð sem felst í háskólabrú í stað- og fjarnámi, heilsu- og uppeldisskóla, orku- og tækniskóla og flugakademíu. Fulltrúar flugakademíunnar voru á ferðinni í Eyjum sl. miðvikudag en skólinn hyggst bjóða upp á flugnám frá Eyjum, bóklegi hlutinn verður í fjarnámi en nemendur geta tekið alla flugtíma skólans í Eyjum.