Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti.

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu.

Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru.

Ferðamálasamtökin gera sér grein fyrir því að þörf er á betri aðstöðu en hvetja alla sem hlut eiga að máli að kanna aðrar staðsetningar betur, svo sem Eiðið eða Viðlagafjöru. Á svæðum sem nú þegar hefur átt sér stað mikil uppbygging mannvirkja og með því standa vörð um glæsilegustu innsiglingu landsins, fagurfræðilega séð!

Ekkert samtal átti sér stað í aðdraganda þessa máls við Ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum, ört vaxandi iðnað sem nefndur er í skýrslu Eflu, sem annar af burðarliðum atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Í dag eru 31 fyrirtæki í Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja.

Ferðaþjónustan er nýr iðnaður sem þarfnast framtíðarsýnar. Í íslenskri ferðaþjónustu eru náttúruperlur gríðarleg verðmæti. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því! Og leggja mat á það hverju er fórnað í tillögu eins og þeirri sem fyrir liggur.

Tökum samtalið, reynum að leysa málið í sátt og samlyndi. Þannig farnast okkur best.

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.