Nóttin
22. janúar, 2023
gosmynd_220118_sigva_mynd_sigurg_j-3.jpg
Myndin er tekin í Heimaeyjargosinu 1973. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

– Eftir Alfreð Alfreðsson

Mánudagurinn 22. janúar 1973 var svo sem ekkert ósvipaður öðrum dögum nema, það var skítaveður og allir bátar í höfn sökum veðurs. Reyndar fundust jarðskjálftakippir öðru hvoru mér til mikillar armmæðu, því nálin á plötuspilaranum var frekar viðkvæm og margt leiðinlegra en að hlusta á Mick Jagger hlaupa frá Borwn Sugar á White Horses svona í einni andrá.

Þegar veður gaf ekki til útivera gat verið skemmitlegt að sitja við gluggann á Staðarfellinu og fylgjast með því litla mannlífi sem fyrir utan var, einstaka ógreinileg mannvera á stangli. Svarta María fyrir utan löggustöðina, en þar inni sátu víst Íslandsmeistarar landsins í Lúdó eftir margra ára inniveru.

Heima hjá mér var ávallt glatt á hjalla, ekki síst þegar við vorum öll saman komin. Prófið þennan dag hafði gengið ágætlega og framundan var dönskuprófið þann 23. Heima var glatt á hjalla og lítið lagt í undirbúning fyrir prófið, tungumálin reyndar það sem reyndist mér léttast að leysa af hendi. Þó byrjuðu óveðursskýin að hrannast upp í huga mér þegar líða tók á kvöldið og veðrið að léttast. Bara að ég hefði.

Ásmundur Friðriksson naut þess að bjóða sínum á rúntinn um kvöldið enda ökuskírteinið í höfn fyrr um daginn.

Við stofuborðið á Túngötu sátu Magnús bæjarstjóri og Marta konan hans ásamt Páli Zophoniassyni bæjarverkfræðingi og konu hans og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Jarðskálftarnir vekja athygli þeirra eins og annara. Talið berst að eldgosum og Magnús hefur á orði að ef það myndi nú gjósa í nótt væri það ákjósanlegur tími því allur bátaflotinn væri í höfn. Orð að sönnu nokkrum tímum síðar.

Loksins sjófært

Herjólfur skreið út úr Reykjavíkurhöfn þetta kvöld. Innanborðs var Einar Jóhannes Gíslason forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík. Leiðin lá til Eyja þar sem faðir hans, Gísli Jónsson ætlaði að fagna 90 ára afmæli sínu ásamt sínum nánustu og samferðafólki.

Klukkan hálf tvö aðfaranótt 23. Janúar sigldi Sólfari Ak út úr höfninni í Vestmannaeyjum til veiða. Einn skipverja hafði fengið sér vel neðan í því um kvöldið og bauð góða nótt þegar út fyrir hafnargarðana var komið. Svefninn var kærkominn.

Tíu mínútur í tvö

Alfreð Alfreðsson
Alfreð Alfreðsson

Ég vaknaði við stóran jarðskjálfta þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í tvö. Enn einn en stór þessi hugsaði ég og lagði eyrað aftur á koddann.

Um borð í Sólfara vaknaði Hjörleifur bróðir við að skipstjórinn kallaði til hans og bað hann að koma upp í stýrishús. „Hvað er þetta?“ spurði hann og benti í átt til Eyja sem virtust loga. Skyndilega opnaðist hver gígurinn á fætur öðrum og óttinn greip þá. Hjörleifur taldi að á þessari stundu væri enginn lengur lifandi á eyjunni. Óttinn greip um sig.

Hljóð frá lögreglubíl fékk mig til að rumska í svefnrófinu. Í þetta skiptið leit ég út um gluggann. Þeir hafa vafalaust verið margir gluggarnir sem blöstu við augum mínum sem einungis námu glugga Barnaskólans.  Skólinn stóð í ljósum logum. Spegilmynd gossins glampaði í gluggum hans. Ég spratt á fætur. Jess. Skólinn að brenna, ekkert próf á morgun. Hratt fótatak föður míns í stiganum vöktu mig af þessum ljúfa draumi. „Klæðið ykkur strax. Það er farið að gjósa á eyjunni við erum á leiðinni í burtu“.

Áföllin

Sjónin sem blasti við þegar út úr húsi var komið var lamandi. Eldveggur í austri svo kröftugur að hitinn var auðfundinn í kaldri janúarnóttinni. Við ókum af stað niður á bryggju en þangað lá leið allra. Á miðjum Kirkjuveginum mættum við Hjörleifi bróður sem auðsýnilega var í geðshræringu og auðsýnilega feginn að hafa heimt okkur úr helju.

Hugur minn var samt fjarri. Mér fannst sprungan liggja mun vestar en hún reyndist vera. Hugur minn var hjá mínum á Grænuhlíð 18, Óskari Pétri og hans fjölskyldu. Ég óttaðist um örlög þeirra. Á Nausthamarsbryggjunni var símaklefi og þangað lá leiðin. Ég marghringdi í síma 2077 en enginn svaraði. Örvæntingin óx. Þá kom einhver til mín og sagði mér að hafa ekki áhyggjur, það væri í lagi með alla, líka fólkið á Kirkjubæ. Léttir.

Ég lagði af stað í áttina að Sólfara sem flytja skyldi fjölskylduna til lands þegar næsta áfall skall á. Vikurregn. Nausthamarsbryggjan liggur austast bryggja og því vikurregnið kröftugast þar. Þetta var eins og að standa í sturtu en í stað vatns rigndi léttu grjóti. Allt stöðvaðist í nokkrar sekúndur meðan hugurinn melti stöðuna en síðan tók raunveruleikinn við.

Frá Sauðárkróki til Reykjavíkur

Norður á Sauðárkróki var barið fast að herbergishurð Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra sem þar var á fundi. Ólafur gaf sér lítinn tíma til að nudda stýrurnar úr augunum en hringdi rakleiðis til Guðjóns Petersen framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins og tilkynnti honum að það væri í hans höndum að skipuleggja komu yfir 5 þúsund flóttamanna sem væntanlegir væri innan nokkra klukkustunda.

Andrúmsloftið í höfuðstöðvum Almannavarna við Hverfisgötu í Reykjavík var rafmögnuð. Hvað er til ráðs. Fyrst var að hringja í útvarpsstjóra og fá útsendingar útvarpsins í loftið. Margrét Helga eiginkona Andrésar Björnssonar svaraði. „Góða kvöldið frú, þetta er Guðjón Petersen forstöðumaður Almannavarna, get ég fengið samband við útvarpsstjóra“? „Hann er nú bara sofnaður. Má erindið ekki bíða til morguns?“. „Því miður. Eldgos er hafið í Vestmannaeyjum. Þúsundir manna eru á flótta í fiskiskipum á leið til lands. Það þarf að upplýsa fólkið um hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar“. Löng þögn. „Hvernig veit ég að þér séuð ekki drukkinn maður að gera at?“

„Hvernig væri að vekja flugumferðarstjóra og fá hann til að skipuleggja komu bátanna til Þorlákshafnar?“ Snilldarhugmynd sem hrint var í framkvæmd. Þegar bátarnir voru á leiðinni var búið að gera bráðabirgða manntal í hverjum bát og í hvaða röð þeir væru. Enginn veit hver hetjan var. Það á um marga þessa nótt.

Siglingin

Mér var létt þegar Sólfari lagði af stað frá Eyjum. Þessu var þó langt því frá lokið. Við höfðum ekki siglt lengi frá innsiglingunni þegar ég heyrði skipstjórann hrópa „kælivatnið sýður“. Báturinn leið yfir gossprunguna og sjórinn bullsauð allt um kring. Þetta var versti hluti næturinna ef sjóveikin er undanskilin.

Um borð í Sólfara voru á þriðja hundrað manns og alls staðar sofið. Sjómaðurinn knái sem boðið hafði góða nótt þegar lagt var af stað til veiða vaknaði nú upp við vondan draum þegar tvær eldri konur drógu hann úr kojunni hans og tilkynntu honum að hann gæti sofið á gólfinu, ungur maðurinn. Óskýr í kollinum horfði hann á tvo konurassa klöngrast upp í kojuna hans. Já, lífið með áfengi getur verið skelfilegt. Hann upplifði ekki aðeins konurnar tvær heldur lá fólk allt í kringum hans eins og stíð væri í gangi. Léttklæddur hélt hann upp sá fólk allstaðar. Já, hann var þá til þessi svokallaði tremmi. Ég sat við hlið bróður míns aftur í skut bátsins þegar blessaður maðurinn klöngraðist aftur eftir bátnum og sá andlit sem hann þekkti. Hjörleifi brá þegar hann sá manninn og tilkynnti upphátt að gleymst hefði að vekja hann. „Þetta geri ég aldrei aftur. Aldrei aftur áfengi. Ég er að upplifa hluti sem enginn maður á að upplifa Hjörleifur. Mér finnst eins og báturinn sé fullur af fólki“.

Almennur hlátur meðan blessaður maðurinn var leiddur í sannleikann, eldgos og fólksflótti.

Ljós bátanna virtust ná eins langt og augað eygði fram fyrir bátinn og í kjölfar hans. Sjórinn var úfinn og óvanur maginn tók brátt til óspilltra málanna að minna mann á að þarna átti maður ekki heima.

Allir biðu þess að heyra útsendingar útvarpsins. Ég ákvað að bíða með að leggjast til hvílu þangað til ég heyrði hvað við ættum að gera. Það síðasta sem ég heyrði var að búið væri að vekja alla íbúa Þorlákshafnar, búið að opna verslanir bæjarins og að öll hús í bænum stæðu Eyjamönnum opin í morgunmat. Þarna var tónninn sleginn og framundan ótrúlegar móttökur fólks sem lagst hafði til hvílu kvöldið áður en beið að morgni með opna arma til að taka á móti löndum sínum í neyð.

Í einni káettunni fann ég lítinn flöt undir borði og svefninn tók yfir. Þorlákshöfn nálgaðist óðfluga og einn eftirminnilegast dagur lífsins beið átekta.

 

Alfreð Alfreðsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst