Ný Vestmannaey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag og var vel tekið á móti skipinu.
Birgi Þór Sverrisson skipstjóra er ánægður með nýja skipið „Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við fullkomnari aðstaða að flestu leyti. Má þar til dæmis nefna vinnuumhverfið á millidekki og í brúnni en þar er um mikla breytingu að ræða. Þá má nefna að í skipinu eru tvær vélar og tvær skrúfur og ég tel fullvíst að það hafi í för með sér meiri togkraft. Skipið er einkar hljóðlátt. Það heyrist lítið í vélunum og öll spil eru knúin rafmagni. Þá er þetta skip sérstaklega mjúkt og fer vel með mannskapinn. Við fengum kaldaskít á leiðinni til landsins og upplifðum þá hvernig það fer í sjó. Það er svo sannarlega tilhlökkunarefni að fara að fiska á þetta skip en það mun ekki gerast fyrr en um mánaðamótin ágúst-september. Það á eftir að ganga frá búnaði á millidekkinu en sú vinna verður hafin í Vestmannaeyjum og síðan verður dekkið klárað í Slippnum á Akureyri“, segir Birgir Þór. Síldarvinnslan greindi frá.
Upplýsingar um nýja Vestmannaey:
Lengd 28,9 m
Breidd 12 m
Brúttótonn 611
Nettótonn 183,4
Klassi DNVGL+1A1
Aðalvél 2x Yanmar 6EY17W 294 kw
Hjálparvél Nogva Scania DI13 HCM534CDE-1 1800/mín
Gír 2x Finnoy, hvor með sinn rafal. Skrúfáshraði 205/mín
Skrúfa 2x Finnoy, 2 m í þvermál. Silent fishing.
Hliðarskrúfa frá Brunvoll
Allar vindur rafdrifnar frá SeaOnics
Togvindur knúnar PM sísegulmótor
Löndunarkrani frá Aukra Marine
Autotroll frá Scantrawl
Skilvindur frá Westfalia
-tvær smurolíuskilvindur
-ein eldsneytisskilvinda
-ein austursskilvinda
Rafkerfi 440 volt 60 rið tvískipt, sb,bb
Flest tæki í brú frá Furuno
3D mælir frá Wasp
Skjákerfi og stjórnbúnaðarkerfi frá SeaQ
Rafkerfi frá Vard Electro
Björgunarbúnaður frá Viking
Okkar maður Óskar Pétur var á bryggjunni og tók myndir af skipinu sigla í heimahöfn.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.