Taflfélag Vestmannaeyja byrjar starfsárið með Nýars-atskákmóti kl. 13.00 sunnudaginn 4. janúar 2026 í skákheimilinu að Heiðarvegi 9.
Tími á hvorn keppenda á skák verður 10 mín. + 5 sek. á leik. Reikna má með að hver umferð taki 20-25 mínútur. Þessi tímamörk eru heppileg ekki síst fyrir þá sem hafa lítið hafa teflt atskákir eða hraðskákir. Eru þetta stystu tímamörk fyrir atskák , en helmingi lengri en í hraðskákum. Reikna má með að mótinu ljúki um kl. 15.30 -16.00 á sunnudag.
Tefldar verða sjö umferðir og verður Sæmundur Einarsson skákstjóri. Nýársmótið er fyrsta verkefni félagsins árinu, en 29. ágúst 2026 verða liðin 100 ár – heil öld- frá stofnun Taflfélags Vestmannaeyja. Þessara merku tímamóta verður minnst með ýmsu móti á afmælisárinu.
Skákþing Vestmannaeyja 2026 hefst seinnihluta janúar mánaðar og verða tefldar tvær umferðir á viku. Umhugsunartími verður 60 mín. á skák + 30 sek. á leik á hvorn keppenda. Nánar verður greint Skákþingingu og skráningu keppenda í fjölmiðlum þegar nær dregur, segir í tilkynningu frá TV.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst