Nýja varmaorkustöðin í Eyjum

Nýja varmaorkustöðin í Eyjum ber vott um framsýni og skynsemi sem er viðbrugðið. Hún er líka frábært dæmi um sjálfbæra nýtingu vannýttrar varmaauðlindar, sjálfan Golfstrauminn, þar sem unnt er að sameina í stöðinni endurnýjanlega raforku og sjávarvarma, ásamt heitu bakrásarvatni frá kyndistöðinni, til að framleiða heitt vatn. Notkun kalda fráfallsvatnsins frá stöðinni krýnir svo nýtinguna. Óþarft er að fjölyrða um framtakið, heldur óska Eyjabúum og bæjarstjórninni til hamingju með fyrirmyndarverkefni sem er nú lokið í þágu svo margra sem raun ber vitni. Um leið ber að þakka vinnu og þekkingu allra sem þarna komu að verki.

Ari Trausti Guðmundsson
þingmaður VG

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.