Nýjar tengingar frá Vestmannaeyjum og Færeyjum við Rotterdam
Eimskip Foss TMS 20201021 165726
Skip Eimskips í Vestmannaeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum.

Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir meðal annars afhendingu á mörkuðum í Frakklandi og Hollandi á þriðjudögum. Nýja tengingin eflir útflutning íslensks sjávarfangs, styður ört vaxandi laxeldi og bætir þjónustu við frystar og saltaðar afurðir, segir í tilkynningu frá Eimskip.

Hraðari leið fyrir ferskmeti

„Viðbrögð viðskiptavina okkar hafa verið bæði góð og sterk, þeir sjá mikla möguleika í þessari tengingu sem styrkir ferskfisksflutninga til meginlands Evrópu. Þetta er jákvætt og framsækið skref í þróun þjónustu Eimskips og eflingu tengsla við Evrópska markaði í gegnum okkar áreiðanlega siglingarkerfi,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar.

Skrifstofa Eimskip í Rotterdam hefur starfað frá árinu 1985 og starfsfólkið þar býr yfir víðtækri reynslu í alhliða flutningsþjónustu, tollamálum og áframflutningi. Með þessari viðbót á Gulu leiðinni geta viðskiptavinir, eftir sem áður, treyst á framúrskarandi þjónustu og enn skilvirkari tengingar við lykilmarkaði á meginlandi Evrópu, segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.