Ragnar Pétursson skrifaði í dag undir eins árs samning við knattspyrnulið ÍBV. Ragnar er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum en hann hefur skorað 45 leiki og skorað 2 mörk fyrir Hött. Ragnar, sem hefur verið fastamaður í liði Hattar síðustu tvö ár, er aðeins 18 ára og þykir einn af efnilegustu miðjumönnum landsins í sínum aldursflokki.