Í dag, laugardag hefst árlegt samevrópsk vitundarátak sem kallast á íslensku Nýtnivika (e. The European Week for Waste Reduction). Hugmyndin að Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun. Nauðsynlegt er orðið að draga úr magni úrgangs en það er hægt meðal annars með að minnka neyslu, lengja líftíma hluta, samnýta þá og tryggja þeim framhaldslíf ef þeir gagnast ekki fyrri eiganda lengur. Allir geta tekið þátt í Nýtniviku með ýmsum hætti, allt frá naflaskoðun til skipulagningu viðburða fyrir nærsamfélagið. Nýtnivika 2018 er haldin 17.-25. nóvember.
Hafir þú eða þitt félag áhuga á að taka þátt með virkum hætti hvetjum við ykkur til að kíkja á viðburðardagatalið inná www.umhverfissudurland.is og sjá hvað er að gerast á Suðurlandi. Ef þið viljið sjálf halda viðburð, látið okkur vita og við munum aðstoða við að koma honum á framfæri.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.