Nýtt handboltafélag stofnað í Eyjum
Hbh Logo

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs handboltafélags í Vestmannaeyjum, Handknattleiksbandalag Heimaeyjar (HBH). Í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV segir að undanfarin ár hafi ÍBV handboltafélag haldið úti ungmennaliði.

„U-liðs leikmenn okkar hafa fram að þessu verið okkar framtíðarleikmenn. Verið landsliðsmenn yngri landsliða og verið að stefna á eða stíga sín fyrstu skref inn í meistaraflokk. Við erum með einn stærsta og besta 3. flokk landsins og út af þessum gríðarlega áhuga á handbolta í Eyjum höfum við ákveðið að stofna nýtt lið sem mun vera í samstarfi við ÍBV-íþróttafélag sem venslalið. Þetta er gert til þess að halda betur utan um peyjana okkar og tryggja þeim betri umgjörð en við höfum áður gert.

HBH mun vera í Grill-66 deildinni í vetur og etja þar kappi við lið í hærri styrkleikaflokki og þar af leiðandi undirbúa okkar leikmenn betur sem framtíðar leikmenn ÍBV. Um þessar mundir eru leikmenn HBH að selja árskort á leiki vetrarins og ef þið hafið áhuga endilega nælið ykkur í kort hjá þeim. Þið getið líka haft samband hér og fengið árskort á aðeins 8.000 kr. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta lagt inn á reikning 0582-14-003949 kt 540824-0290 eða haft samband við hjorvar@ibv.is.“ segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.