Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna.
Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður liggja ekki fyrir um orsakir er almenningi ráðið frá að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir. Tilkynninga beri um vilt dýr í neyð til viðkomandi sveitarfélags.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst