Ófært er orðið til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur sigli því til Þorlákshafnar seinni partinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45.
Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 18:15, 19:30, 22:00 og 23:15 eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni. Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar á morgun skv. áætlun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst