Framhaldsskólanum var slitið miðvikudaginn 18. desember og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Oktawia Piwowarska flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Bergvin Haraldsson frá ÍBV – Íþróttafélagi veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíu ÍBV og FÍV. Þeir voru Adam Smári og Ívar Bessi Viðarsson sem einnig fékk viðurkenningu frá Drífanda stéttarfélagi fyrir félagsstörf.
Skólinn veitti Oktawiu Piwowarska og Róbert Elí Ingólfssyni viðurkenningu fyrir góðan heildarárangur í námi.
Útskriftarnemar á haustönn
Adam Smári Sigfússon – Stúdentsbraut
Aníta Marý Kristmannsdóttir – Stúdentsbraut
Anton Már Óðinsson – Pípulagnir
Arnar Freyr Önnuson – Pípulagnir
Daníel Andri Kristinsson – Vélstjórn
Guðmundur Jón Magnússon – Pípulagnir
Ísak Huginn Héðinsson – Viðbótarnám til stúdentsprófs
Ívar Bessi Viðarsson – Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Jökull Orri Gylfason – Pípulagnir
Katrín Lára Karlsdóttir – Sjúkraliðabraut og viðbótarnám til stúdentsprófs
Oktawia Piwowarska – Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Róbert Elí Ingólfsson – Stúdentsbraut
Sigursteinn Marinósson – Viðbótarnám til stúdentsprófs




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.