Oktawia og Róbert Elí með bestan námsárangur
Með bestan námsárangur, Róbert og Oktawia.

Framhaldsskólanum var slitið miðvikudaginn 18. desember  og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Oktawia Piwowarska flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Bergvin Haraldsson frá ÍBV – Íþróttafélagi veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíu ÍBV og FÍV. Þeir voru  Adam Smári  og Ívar Bessi Viðarsson sem einnig fékk viðurkenningu frá Drífanda stéttarfélagi fyrir félagsstörf.

Skólinn veitti Oktawiu Piwowarska og Róbert Elí Ingólfssyni viðurkenningu fyrir góðan heildarárangur í námi.

 

Útskriftarnemar á haustönn

Adam Smári Sigfússon – Stúdentsbraut

Aníta Marý Kristmannsdóttir – Stúdentsbraut

Anton Már Óðinsson –   Pípulagnir

Arnar Freyr Önnuson – Pípulagnir

Daníel Andri Kristinsson – Vélstjórn

Guðmundur Jón Magnússon – Pípulagnir

Ísak Huginn Héðinsson – Viðbótarnám til stúdentsprófs

Ívar Bessi Viðarsson – Stúdentsbraut-félagsvísindalína

Jökull Orri Gylfason – Pípulagnir

Katrín Lára Karlsdóttir – Sjúkraliðabraut og viðbótarnám til stúdentsprófs

Oktawia Piwowarska – Stúdentsbraut-félagsvísindalína

Róbert Elí Ingólfsson – Stúdentsbraut

Sigursteinn Marinósson – Viðbótarnám til stúdentsprófs

 

 

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.