Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar
6. október, 2020

Vestmannaeyjabær birti á heimsíðu sinni frétt í dag þar sem farið er yfir stöðuna í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum. Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi vegna Covid 19 á landinu viljum við koma eftirfarandi á framfæri varðandi öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir
Við hvetjum aðstandendur heimilisfólks til að fylgjast vel með heimsóknarreglum því á þeim geta orðið breytingar með stuttum fyrirvara. Þær reglur sem gilda núna voru birtar í gær á fésbókarsíðu Vestmannaeyjabæjar, Hraunbúða og á heimasíðu Hraunbúða.

Matarþjónusta á Hraunbúðum við þá sem búa út í bæ
Öllum eldri borgurum sem komið hafa í hádegismat á Hraunbúðum hefur verið boðinn heimsendur matur en tímabundið er lokað fyrir að aðrir en heimilisfólk og starfsfólk komi í matsal Hraunbúða

Dagdvöl á Hraunbúðum
Þjónusta dagdvalar á Hraunbúðum heldur áfram en er nú alveg aðskilin heimilinu. Allir hafa möguleika á áframhaldandi þjónustu en í einhverjum tilfellum gæti þurft að fækka fjölda daga. Ítrustu smitvörnum er fylgt, yfirborðsfletir eru hreinsaðir reglulega, grindur og stafir eru sótthreinsaðir um leið og komið er í hús, starfsfólk notar hlífðargrímu í innan við 2 metra fjarlægð við þjónustuþega og lokað er fyrir allan aðgang utanaðkomandi gesta. Símanúmer í dagdvöl eru 488 2610 og 841 8881

Þjónustuíbúðir í Eyjahrauni 1
Þeir einstaklingar sem eru í þjónustuíbúðum fá nú þjónustu heima og í setustofunni en koma ekki yfir á Hraunbúðir. Hádegismatur og þrjúkaffi er sent heim. Tímabundið verður ekki innangengt á Hraunbúðir.

Ferðaþjónusta Vestmannaeyjabæjar fyrir aldraða og fatlaða
Farþegar þurfa að nota hlífðargrímu á meðan á akstri stendur og bílstjóri notar einnig hlífðargrímu. Snertifletir í bifreið eru sótthreinsaðir eftir hverja ferð. Reynt er að viðhalda 1 metra fjarlægð á milli farþega eins og unnt er.

Stuðningsþjónusta/heimaþjónusta
Eins og staðan er í dag mun þjónustan haldast óbreytt við einstaklinga í heimahúsum. Starfsmenn okkar sýna þó sérstaka aðgát hvað varðar sóttvarnir og við óskum eftir því að þjónustuþegar geri slíkt hið sama m.a með almennum ráðum um handþvott og sótthreinsun. Tímabundið er ekki hægt að mæta í viðtal til deildarstjóra stuðningsþjónustunnar en þjónustuþegum og starfsfólki er bent á að hafa samband í síma 488 2607 eða heimilishjalp@vestmannaeyjar.is

Leiguíbúðakjarnar fyrir eldri borgara í Sólhlíð 19 og Eyjahraun 7-11
Settar hafa verið sóttvarnarleiðbeiningar í anddyri íbúðakjarnanna og gátlisti fyrir gesti til að meta hvort þeir ættu að hverfa frá heimsókn ef ákveðin einkenni eru til staðar. Sótthreinsir hefur verið settur í anddyri íbúðanna og gestir og íbúar beðnir um að vera duglegir að spritta sig.

Heilsuefling 65 +
Heilsueflingarverkefni Vestmannaeyjabæjar undir stjórn Janusar Guðlaugssonar er með breyttu sniði og eru þátttakendur beðnir um að kynna sér fyrirkomulagið á sérstakri fésbókarsíðu þar um og/eða hjá þjálfurum.

Starfsemi félags eldri borgara
Starfsemi félagsins fellur að mestu niður meðan á neyðarstigi almannavarna stendur en verður endurskoðað þegar staðan í samfélaginu batnar. Þeir sem hafa stundað púttið í Kviku mæta á eigin ábyrgð en mikilvægt er að þá sé fylgt ítrustu sóttvarnarráðstöfunum.

Annað
Að öðru leyti er þeim tilmælum beint til allra eldri borgara í Vestmannaeyjum að fylgja áfram fyrirmælum sem fram hafa komið í fjölmiðlum um sóttvarnir s.s handþvott, sótthreinsun handa og bros í staðinn fyrir handaband. Eldri borgarar eru í auknum áhættuhópi á að veikjast af Covid-19 og því full ástæða til að hafa varann á. Það er sameiginlegt átak okkar allra.

En svo þarf bara að halda áfram að njóta hvers dags og gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi. Útivist og hreyfing eru mjög mikilvægir þættir í að viðhalda daglegri virkni og góðri líðan. Þó dregið hafi úr félagslegum samskiptum milli fólks má alltaf finna leiðir til samskipta s.s með tölvutækninni og símtölum.

Ef einhverjar spurningar eru um öldrunarþjónustuna og ofangreint er velkomið að hafa samband við Sólrúnu Gunnarsdóttir deildarstjóra í öldrunarmálum í síma 860 1030 eða Kolbrúnu Önnu Rúnarsdóttur deildarstjóra stuðningsþjónustu í síma 488 2607

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.