Óli Gränz - Falleg bók og skemmtileg sem hlýjar
1. desember, 2025
Félagarnir, Óli og Guðni í Eldheimum. Mynd Óskar Pétur.

Það var notaleg stund og skemmtileg í Eldheimum í haust þegar þeir félagar, Guðni Einarsson og Ólafur Gränz kynntu bók sína, Óli Gränz, vegalega bók þar sem ævi Óla er rakin í stuttum sögum að hætti Eyjamanna. Skemmtilegur upptaktur áður en lestur hófst á ótrúlegri ævi Óla sem upp úr fermingu tók á sig byrðar heimilisins vegna veikinda foreldranna og varð fyrirvinna fjölskyldunnar fyrir tvítugt þegar faðir hans lést og síðar móðir þeirra.

 

 

Bókin ber með sér að Guðni og Óli þekkjast vel og Guðni hefur skilað frábæru verki.

 

„Óli Gränz er Eyjapeyi og grallari. Hann missti aleigu sína í Heimeyjargosinu, eignaðist sjö börn á átta árum með fjórum konum, en ástarlíf hans var stundum umtalað í Eyjum. Hjá honum hefur gleðin alltaf haft yfirhöndina en stundum hefur þó gefið á bátinn. Hér segir hann á hispurslausan hátt og skemmtilegan frá lífshlaupi sínu sem er engu öðru líkt,“ segir í bókarkynningu.

Orð að sönnu enda hefur Óli aldrei farið með veggjum og mætt lífinu með gleðina að vopni. Óli missti ungur foreldra sína en náði að vinna sig upp með ótrúlegri þrautseigju. Missti allt í gosinu 1973. Þegar hann og fjölskyldan voru komin þægilega fyrir vind í fjármálum lenti hann í klóm manna sem nýttu sér velvilja hans og hrekkleysi og hann nánast á brókinni einni klæða.

Fjöldi mætti á kynninguna í Eldheimum sem heppnaðist vel. Mynd Óskar Pétur.

 

Enn náði hann vopnum sínum og nú var smiðurinn og alltmúgligmaðurinn Óli Gränz kominn í bókaútgáfu. Ekki bara á Íslandi heldur var allur heimurinn undir. Eyjapeyinn frá Jómsborg flaug með himinskautum í félagsskap æðstu manna heims. Kom sér alls staðar vel og meðfædd útgeislun hjálpaði til. Á kynningunni í Eldheimum var mættur sá Óli Gränz sem við höfum þekkt alla tíð. Hress, skemmtilegur og hroka ekki að finna í hans fari.

Þeim sem þetta ritar skolaði á land í Vestmanneyjum í lok áttunda áratugarins og hafði ekki lengi staldrað við þegar hann vissi hver Óli Gränz var. Strax við fyrstu kynni var eins og hann hefði þekkt manninn alla tíð. Óli og Guðni hafa skilað frábæru verki. Bókin mikill gripur, fallega sett upp og margar myndir með greinagóðum myndatextum sem gefa bókinni meira gildi. Ekki síst fyrir komandi kynslóðir.

Unnur, Simmi, Halldór, Kristín og Kristmann létu sig ekki vanta,

 

Bókin ber með sér að Guðni og Óli þekkjast vel og Guðni hefur skilað frábæru verki. Stundum hefði verið gaman að vera fluga á vegg og hlusta á spjallið. Allt látið flakka þó ekki kæmist allt á prent. Stundum má satt kjurrt liggja en hlýja og væntumþykja eru meginstef bókarinnar og Óli sáttur þegar hann lítur til baka.

Saga Óla Gränz er skemmtileg upprifjun á lífinu í Eyjum fyrir okkur sem stigum fyrstu skrefin um miðja síðustu öld og gott veganesti inn í líf þeirra sem seinna komu. Falleg bók og skemmtileg og hlýjar um hjartarræturnar.

Ómar Garðarsson.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.