Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup.
Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var farsæll smiður í Eyjum í yfir 40 ár. Óli á að baki fjölbreytt lífshlaup og eignaðist sjö börn á átta árum. Hann er þekktur gleðigjafi og grín og gaman aldrei langt undan þar sem hann er. Óli rekur endurminningar sínar í bókinni Óli Gränz sem Guðni Einarsson skráði. Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Uppfært kl. 21.20 – 7 nóv. – Frestun fram á sunnudag
Búið er að fresta dagskránni í Eldheimum öðru sinni. Ný tímasetning er kl. 17 á sunnudag 9. nóvember.
Lofum svo sannarlega skemmtilegu kvöldi með skemmtilegum manni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Kynningin fer fram í Eldheimum laugardagskvöldið 7. nóvember kl 20:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.