Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup.
Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var farsæll smiður í Eyjum í yfir 40 ár. Óli á að baki fjölbreytt lífshlaup og eignaðist sjö börn á átta árum. Hann er þekktur gleðigjafi og grín og gaman aldrei langt undan þar sem hann er. Óli rekur endurminningar sínar í bókinni Óli Gränz sem Guðni Einarsson skráði. Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Lofum svo sannarlega skemmtilegu kvöldi með skemmtilegum manni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Kynningin fer fram í Eldheimum föstudagskvöldið 7. nóvember kl 20:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst